Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 314 . mál.


454. Frumvarp til laga



um breytingu á vegalögum, nr. 45/1994.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    Á eftir 36. gr. laganna kemur ný grein, er verður 37. gr., svohljóðandi:
    Nú er vegur lagður gegnum tún, ræktunarland, engjar eða girt beitiland og skal þá veghaldari girða báðum megin vegarins eða leggja til ristarhlið ásamt grindarhliði ef hann telur það hent ugra. Sama gildir ef girðing er lögð umhverfis slík lönd er vegur liggur um. Veghaldara er heim ilt að girða með vegum sínum þótt þess sé ekki krafist af landeiganda. Skal veghaldara þá skylt að setja hlið að minnsta kosti á einum stað á slíka girðingu.
    Vegagerðinni er heimilt að taka þátt í stofnkostnaði girðinga sem reistar eru til að friða svæði sem vegur liggur um og girðingar með vegum þar með ónauðsynlegar. Skilyrði fyrir slíkri þátttöku er að viðkomandi sveitarfélag banni lausagöngu búfjár á því svæði sem friðað er. Kostnaður Vegagerðarinnar skal takmarkaður við lengd þeirra girðinga með vegum sem komist verður hjá að girða með þessum hætti.
    Áður en girðingar samkvæmt þessari grein eru reistar skal haft samráð við viðkomandi sveit arstjórn.
    

2. gr.


    37. og 38. gr. laganna sameinast og verða 38. gr.
    

3. gr.


    39. gr. laganna orðast svo:
    Landeigandi skal annast viðhald girðinga með vegum í landi sínu. Viðkomandi sveitarstjórn hefur eftirlit með viðhaldi girðinga í sveitarfélaginu. Sé viðhaldi girðinga ábótavant eða girðing bersýnilega óþörf og til mikillar óprýði er viðkomandi sveitarstjórn heimilt að framkvæma við hald á girðingunni eða fjarlægja hana á kostnað landeiganda, sbr. þó 2. mgr.
    Viðhaldskostnaður girðinga með stofnvegum og tengivegum greiðist að jöfnu af veghaldara og landeiganda. Þó skal veghaldari greiða allan viðhaldskostnað ef girðingin er reist eingöngu til þess að fría vegsvæði frá búfé, þ.e. á afréttum og öðrum sameiginlegum sumarbeitilöndum búfjár.
    Viðhaldskostnaður girðinga með safnvegum og landsvegum greiðist af landeiganda.
    Viðkomandi sveitarfélag skal annast viðhald girðinga sem reistar eru skv. 2. mgr. 37. gr. Viðhaldskostnaður þeirra girðinga greiðist að jöfnu af viðkomandi sveitarfélagi og veghaldara nema sérstaklega sé um annað samið.
    Vegagerðinni er heimilt að flytja girðingar og fjarlægja tré og annan gróður ef nauðsyn ber til af öryggisástæðum eða til framkvæmdar viðhaldi, svo sem snjómokstri.
    

4. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi ákvæði 11. og 14.–18. gr. girðingalaga, nr. 10/1965, með síðari breytingum. Jafnframt fellur úr gildi eftirfarandi texti í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. sömu laga: „(sbr. 11. gr.), þar bera viðkomandi bændur við haldskostnaðinn, nema girðingin sé eingöngu í þágu vegarins, sbr. 11. gr.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Við meðferð frumvarps til vegalaga á Alþingi á 117. löggjafarþingi urðu miklar um ræður á fundum samgöngunefndar Alþingis um viðhaldskostnað girðinga í tengslum við 56. gr. frumvarpsins um bann við lausagöngu búfjár þar sem girt er báðum megin veg ar. Frumvarpið var samþykkt sem vegalög, nr. 45/1994. Samgöngunefnd gerði að tillögu sinni að samgönguráðherra skipaði nefnd til að endurskoða lagaákvæði VII. kafla frum varpsins og á grundvelli þeirrar athugunar verði lagt fram frumvarp um framtíðartilhög un þessara mála.
    Samgönguráðherra skipaði umrædda nefnd með bréfi dags. 7. september 1994 til að gera tillögur til samgönguráðuneytis um framtíðartilhögun þessara mála og nauðsynleg ar lagabreytingar í því efni. Í nefndinni voru: frá samgönguráðuneyti Halldór S. Krist jánsson skrifstofustjóri sem jafnframt var formaður nefndarinnar; frá landbúnaðarráðu neyti Ingimar Jóhannsson deildarstjóri; frá Vegagerðinni Gunnar Gunnarsson fram kvæmdastjóri; frá Stéttarsambandi bænda Ari Teitsson héraðsráðunautur; frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Valgarður Hilmarsson oddviti og Gísli Einarsson oddviti. Starfs maður nefndarinnar var Helgi Jóhannesson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Frum varp þetta er samið af fyrrgreindri nefnd.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    1. mgr. er í samræmi við 1. mgr. 11. gr. girðingalaga, nr. 10/1965, með síðari breyt ingum, að öðru leyti en því að hér er notað hugtakið veghaldari í samræmi við vegalög, nr. 45/1994.
    2. mgr. er nýmæli og heimilar Vegagerðinni að taka þátt í stofnkostnaði girðinga þótt þær séu ekki lagðar með vegum. Skilyrði er að með því verði tiltekið svæði friðað með lausagöngubanni og girðingar með vegum þar með ónauðsynlegar. Dæmi um slíka fram kvæmd er girðing þvert yfir Reykjanesskaga um Kleifarvatn. Í síðasta málslið málsgrein arinnar er kostnaðarþátttaka Vegagerðarinnar takmörkuð við lengd þeirra girðinga sem ella hefði þurft að reisa með vegum.
    3. mgr. er nýmæli og er sett með hliðsjón af því að nú eru öll sveitarfélög skipulags skyld og girðingar eru mannvirki sem eru áberandi í umhverfinu og hafa á það afger andi áhrif. Þykir því eðlilegt að sveitarfélög komi að þessum málum þótt ekki sé skylt að reisa girðingar í samræmi við áðurgerðan skipulagsuppdrátt. Einnig þykir samráð við sveitarfélög eðlilegt í ljósi þess að lagt er til í 3. gr. þessa frumvarps að sveitarfélög hafi eftirlit með girðingum í sveitarfélaginu og taki að nokkru leyti þátt í viðhaldskostnaði þeirra.

Um 2. gr.


    Hér er lagt til að 37. og 38. gr. vegalaga verði sameinaðar í 38. gr. til þess að kom ast hjá því að breyta töluröð laganna að öðru leyti. Greinarnar fjalla um svipað efni og þykir því þessi breyting til hagræðis réttlætanleg.
    

Um 3. gr.


    Í 1. mgr. kemur fram sú meginregla að landeigendur skuli halda við girðingum með vegum svo sem verið hefur. Hins vegar er það nýmæli sem lagt er til að sveitarstjórnir hafi eftirlit með viðhaldi og framkvæmi viðhald, ef því er ábótavant, á kostnað þeirra sem eiga að greiða viðhaldið. Þykja sveitarfélög standa svo nærri vettvangi og hafi af því svo mikla hagsmuni að mál þessi séu í góðu horfi að eðlilegt sé að leggja á þau eftirlits skylduna.
    Í 2. mgr. eru nýmæli varðandi viðhaldskostnaðinn. Samkvæmt núgildandi lögum hvíl ir hann í flestum tilvikum að öllu leyti á landeiganda. Hér er lagt til að hann skiptist að jöfnu milli landeiganda og veghaldara þegar um er að ræða girðingar með stofnvegum og tengivegum, sbr. 56. gr. vegalaga. Áætlað er að girðingar með slíkum vegum séu u.þ.b. 5.500 km og viðhaldskostnaður 60–80 m.kr. á ári ef reiknað er með að hann nemi um 5% af stofnkostnaði. Þá er átt við hefðbundnar girðingar. Útgjaldaauki ríkissjóðs samkvæmt þessu næmi um 30–40 m.kr. á ári ef frumvarpið nær fram að ganga. Í síðari málslið 2. mgr. er lagt til að veghaldari greiði allan viðhaldskostnað ef rétt er talið vegna umferð aröryggis að girða af veg sem fer um afrétti eða önnur sameiginleg beitarlönd. Ekki er gert ráð fyrir að það fyrirkomulag eigi við ef vegur fer um afgirt heimalönd eða beiti lönd einstakra jarða.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir sams konar fyrirkomulagi og verið hefur varðandi viðhalds kostnað girðinga með safnvegum og landsvegum.
    4. mgr. er nýmæli og fjallar um viðhald girðinga sem reistar eru skv. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, þ.e. girðingar sem loka af tiltekin svæði. Gert er ráð fyrir að í slíkum til vikum annist viðkomandi sveitarfélög viðhaldið og greiði að hálfu á móti Vegagerðinni nema um annað sé samið. Girðingar sem þessar þykja mikið hagsmunamál fyrir sveit arfélög og geta gert aðrar girðingar óþarfar, svo sem um skógræktarsvæði, fóstursvæði, garða og önnur nytja- eða frístundasvæði íbúa sveitarfélaganna. Þykir því eðlilegt og rétt lætanlegt að koma málinu fyrir með þessum hætti og þurfi ekki að vera til kostnaðar auka fyrir sveitarfélög ef á málið er litið frá öllum hliðum.
    5. mgr. er samhljóða núgildandi 2. mgr. 39. gr. vegalaga og þarfnast ekki skýringa.

Um 4. gr.


    Í þessari grein er lagt til að ákvæði 11. og 14.–18. gr. girðingalaga, nr. 10/1965, með síðari breytingum, falli úr gildi og jafnframt hluti af texta 7. gr. Eðlilegt þykir að öll ákvæði er varða girðingar með vegum og girðingar- og viðhaldsskyldu Vegagerðarinn ar séu í vegalögum.
    Sá hluti 7. gr. girðingalaga sem felldur er niður fjallar um viðhaldsskyldu bænda vegna girðinga með vegum sem breytt er með þessu frumvarpi.
    1. mgr. 11. gr. girðingalaga er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. þessa frumvarps svo sem áður er getið. 2.–4. mgr. 11. gr. girðingalaganna þykja óþarfar enda sjaldan á þær reynt.
    14. gr. girðingalaga þykir óþörf þar sem almenn reglugerðarheimild er í vegalögum.
    15. og 16. gr. girðingalaga eru samhljóða 37. og 38. gr. vegalaga, en ákvæði þeirra greina vegalaga haldast óbreytt.
    Efnisatriði 17. gr. girðingalaga kom inn í 3. gr. þessa frumvarps og 18. gr. er sam hljóða 40. gr. vegalaga.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum.


    Tilgangur frumvarpsins er að ákveða kostnaðarskiptingu Vegagerðarinnar annars veg ar og landeiganda hins vegar vegna viðhaldskostnaðar girðinga í tengslum við ákvæði vegalaga um bann vð lausagöngu búfjár þar sem girt er báðum megin vegar.
    Samkvæmt núgildandi lögum hvílir kostnaður þessi að öllu leyti á landeiganda. Sam kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann skiptist að jöfnu milli landeiganda og Vega gerðarinnar þegar um er að ræða girðingar með stofnvegum og tengivegum. Hins veg ar er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi þegar um er að ræða girðingar með safnveg um og landsvegum. Þá er gert ráð fyrir að kostnaður við girðingar sem loka af tiltekin svæði skiptist að jöfnu milli viðkomandi sveitarfélags og Vegagerðarinnar.
    Vegagerðin áætlar að kostnaðarauki hennar nemi um 30–40 m. kr. á ári vegna þess ara nýju ákvæða um kostnaðarskiptingu. Sá kostnaður greiðist af mörkuðum tekjustofn um Vegagerðarinnar, þ.e. bensíngjaldi og þungaskatti, og kemur ekki til með að auka út gjöld ríkissjóðs til Vegagerðarinnar.